Í fréttum er þetta helst

mánudagur, september 06, 2004

Fréttasíðan rúllar af stað...

Í gær var það helst í fréttum að loksins náðist tenging við alnetið hér í München og þar með var bjargað fyrir horn geðheilsu helmings íbúa Volkartstrasse 73 1.h.h. Þessi viðbrigði ollu einnig straumhvörfum í fréttaflutningi af átakasvæðinu því nú er þessi fína fréttasíða komin upp og verða hér birtar helstu fréttaskýringar, myndasýningar, skyggnilýsingar og annað sem varpað gæti ljósi á veru okkar hér í borg óttans - München!

Með kveðjum heim í heiðardalinn,
f.h. heimilislausra
Magnús Guðjónsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home