Í fréttum er þetta helst

mánudagur, september 06, 2004

Horfur að batna?

Það er skammt stórra högga á milli... gaurinn sem sýndi okkur íbúðina á Leonrodplatz hringdi núna rétt áðan til að segja okkur að við fengjum hana og gætum líklega skrifað undir á morgun eða hinn :D

Í stuttu máli er þetta hin fínasta íbúð og vel staðsett m.v. samgöngukerfi Münchenar. Reyndar hvorki svalir né bílskúr en hún er björt og rúmgóð með mikla lofthæð.

Bendi á myndina hér að neðan til skýringar en hún sýnir hvar íbúðin er staðsett í vesturturni (lengst til hægri) fjölbýlishússins að Dompedrostrasse 2 við Leonrodplatz.


2 Comments:

At september 08, 2004 10:18 f.h., Blogger Þórana said...

Þú gætir kannski komið mér í samband við þennan leigusala, mér líst svo asskoti vel á þessi nýju híbýli ykkar:)

 
At september 14, 2004 1:47 e.h., Blogger Maggi said...

Ekkert mál - mér skilst það hafi verið að losna í kjallaranum rétt í þessu. Engir gluggar en gengið beint út í garð.

 

Skrifa ummæli

<< Home