Í fréttum er þetta helst

þriðjudagur, september 14, 2004

Innflutningur

Það var skrifað undir leigusamninginn fyrir nýju íbúðina í lok síðustu viku og við erum búin að koma okkur þar fyrir með eldhúsborð, tvo klappstóla, sófa í stofunni og rúm. Tvær gríðarlega skemmtilegar IKEA ferðir voru farnar á Benz Vito sendiferðabíl. Hingað til eini Benzinn sem ég hef fengið að keyra í München.

Enginn sími er í íbúðinni enn sem komið er svo það skýrir stopular uppfærlslur á þessari fréttasíðu. Vonandi reddast það með Telekom gaurnum sem á að koma á mánudaginn að tengja símann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home