Í fréttum er þetta helst

þriðjudagur, september 14, 2004

Stammtisch

Skemmtilegur siður hjá Íslendingamafíunni að hittast einu sinni í mánuði í bjórgarði. Á föstudaginn mættu ca. 20 manns í Hofbräukeller á Max-Weber-Platz til að spjalla um daginn og veginn og drekka bjór. Svo var endað á þröngum, sveittum og yfirfullum írskum pöbb þar sem bandið spilaði fram á nótt.

N.B. Hér í München er stór bjór STÓR bjór!

4 Comments:

At september 14, 2004 3:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá að þú ert farinn að venja þig við rétta mælieiningar. Hlökkum til að kíkja á nýju íbúðina og gestaherbergið sem mér skyldist að væri bara gestarými í besta falli.

kv,
Gísli Valur

 
At september 14, 2004 3:46 e.h., Blogger Gudmundur said...

Þetta hljómar ágætlega. Hvað er gistirými fyrir marga? :-)

og hvað er STÓR bjór stór?

 
At september 14, 2004 7:58 e.h., Blogger Maggi said...

Það er rými fyrir fjölda fólks í íbúðinni núna enda fátt um húsgögn :Þ

Fyrir áhugasama þá heitir STJÓR bjór "Mass" og er 1l að stærð. Vei þeim karlmanni sem vogar sér að koma með 0,5l bjór að borðinu!

 
At september 19, 2004 12:50 f.h., Blogger Þórana said...

Ég treysti því að þú takir a.m.k. tvo bjóra til heiðurs frænku þinni:)

 

Skrifa ummæli

<< Home