Í fréttum er þetta helst

miðvikudagur, október 20, 2004

Heimsókn að heiman

Foreldrar Ingibjargar komu hingað út til okkar og voru í viku. Þeim var tekið fegins hendi á Dom-Pedro-Strasse og höfðu þau ýmsan varning með sér að heiman s.s. harðfisk, gítar, XBox, reykelsi og myrru. Það má því nærri geta að fögnuðurinn var mikill.

Ýmislegt var bardúsað á meðan á dvölinni stóð, m.a. fórum við með þeim í tveggja daga rúnt (laugardag og sunnudag) til Austurríkis og N-Ítalíu. Við byrjuðum á að keyra til Innsbruck þar sem við eyddum nokkrum tímum í rólegheitum áður en við héldum áfram til Merano þar sem Marlene vinkona þeirra býr. Þar var okkur vel tekið eins og ávallt og gistum við hjá henni um nóttina.

Á sunnudeginum fórum við sunnudagsrúnt um ítölsku alpana sem hafði svo djúpstæð áhrif á mig og Ingibjörgu að við ákváðum að þangað skyldi haldið á skíði í vetur. Ef einhver þarf að ná í okkur 5.-12. febrúar þá verðum við á skíðum í Selva :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home