Í fréttum er þetta helst

miðvikudagur, október 20, 2004

It's raining, man

Þessar línur eru skrifaðar í Kaliforníu þar sem rignir eldi og brennisteini :(

Ég kom hingað á sunnudaginn eftir stysta og lengsta þotuflug sem ég hef til þessa þurft að sitja í: 35 mínútur frá München til Frankfurt og síðan 11 tíma frá Frankfurt til L.A.

Það er skárra veður í München í dag heldur en hérna en versta veðrið er alveg örugglega á Íslandi!

2 Comments:

At október 24, 2004 3:25 e.h., Blogger Þórana said...

nænænæ, þú hefur alrangt fyrir þér - hér er alltaf besta veðrið og hvergi betra, nema e.t.v. norður í Skagafirði, en eins og þú veist fer víst tvennum sögum af því:)

 
At október 27, 2004 10:17 e.h., Blogger Maggi said...

Veðurfréttir úr Skagafirðinum eru sjaldnast óháðar. Þær eru yfirleitt litaðar af eigin hagsmunum og trúvillu fréttaritara.

Veðrið hérna er reyndar eins og best er á kosið - rignir á virkum dögum en sólarlandaveður um helgar :D

 

Skrifa ummæli

<< Home