Í fréttum er þetta helst

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ferð og flug

Kom loksins til Kaliforníu seinnipartinn í gær, degi á eftir áætlun eftir að hafa misst af tengifluginu frá Heathrow daginn áður. Þetta er í þriðja skiptið sem ég missi af tengiflugi vegna seinkunar á brottför frá München... nú er ég farinn að halda að þetta sé mér að kenna.

Eftir mikið hark á Heathrow ákvað ég að lokum að fara bara töskulaus inn til London og tékka mig inn á hótel. Svo lá leiðin á Oxford Street og pöbbinn eins og sönnum Íslendingi sæmir.

Maður verður jú bara að gera gott úr þessu.

Kveðjur frá Kaliforníu, MG

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Takkaóður fjandi

Í þessum töluðu orðum var sveittur sendibílstjóri að koma með Infinity Beta Hcs 5.1 hátalarasettið sem mun sjá til þess að Dom-Pedro Strasse 2 verði aðalpartýpleisið ásamt Harman/Kardon AVR-330 heimabíómagnaranum.

Mikil gleði :D

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Á skíðum skemmti ég mér...

Við lögðum af stað til Ítalíu sunnudaginn 6. febrúar til að fara á skíði í ítölsku Ölpunum með mömmu og pabba Magga. Það þurfti töluvert átak til að rífa sig snemma fram úr því þorrablót Íslendingafélagsins í München var á laugardagskvöldinu og ekki var hægt að láta sig vanta á það.

Það tók okkur um þrjá tíma að skjótast til Selva í Gardena dalnum svo við vorum komin á skíðin uppúr tvö þann daginn. Þá hittum við liðið og síðan tók við heil vika sem má á einfaldan hátt lýsa með orðunum skíða, borða, drekka og sofa. Veðrið var frábært alla vikuna - sól og blíða.

Við héldum svo til baka í gærmorgun með viðkomu í IKEA í Taufkirchen þar sem keypt voru langþráð náttborð.

Myndir úr ferðinni má sjá á hinni stórglæsilegu myndasíðu www.fotki.com/mgudjonsson sem einnig má finna hér til vinstri.

Fréttasíðan upp aftur!

Jæja.... þá er fréttasíðan komin af stað aftur með fyrirheit um að verða einn öflugasti og áhrifamesti fréttamiðiðll síðan Al-Jazeera var upp á sitt besta.

Við viljum benda sérstaklega á nýju MYNDASÍÐUNA (www.fotki.com/mgudjonsson) sem hægt er að nálgast hér til vinstri.