Í fréttum er þetta helst

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ferð og flug

Kom loksins til Kaliforníu seinnipartinn í gær, degi á eftir áætlun eftir að hafa misst af tengifluginu frá Heathrow daginn áður. Þetta er í þriðja skiptið sem ég missi af tengiflugi vegna seinkunar á brottför frá München... nú er ég farinn að halda að þetta sé mér að kenna.

Eftir mikið hark á Heathrow ákvað ég að lokum að fara bara töskulaus inn til London og tékka mig inn á hótel. Svo lá leiðin á Oxford Street og pöbbinn eins og sönnum Íslendingi sæmir.

Maður verður jú bara að gera gott úr þessu.

Kveðjur frá Kaliforníu, MG

1 Comments:

At febrúar 25, 2005 11:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er pottþétt þér að kenna :-)
Annars hélt maður að það væri aldrei seinkun í Þýskalandi!
Kv.
Gummi

 

Skrifa ummæli

<< Home