Í fréttum er þetta helst

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Á skíðum skemmti ég mér...

Við lögðum af stað til Ítalíu sunnudaginn 6. febrúar til að fara á skíði í ítölsku Ölpunum með mömmu og pabba Magga. Það þurfti töluvert átak til að rífa sig snemma fram úr því þorrablót Íslendingafélagsins í München var á laugardagskvöldinu og ekki var hægt að láta sig vanta á það.

Það tók okkur um þrjá tíma að skjótast til Selva í Gardena dalnum svo við vorum komin á skíðin uppúr tvö þann daginn. Þá hittum við liðið og síðan tók við heil vika sem má á einfaldan hátt lýsa með orðunum skíða, borða, drekka og sofa. Veðrið var frábært alla vikuna - sól og blíða.

Við héldum svo til baka í gærmorgun með viðkomu í IKEA í Taufkirchen þar sem keypt voru langþráð náttborð.

Myndir úr ferðinni má sjá á hinni stórglæsilegu myndasíðu www.fotki.com/mgudjonsson sem einnig má finna hér til vinstri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home