Í fréttum er þetta helst

miðvikudagur, mars 16, 2005

Leitað langt yfir skammt

Fórum á yfirfullan mexíkanskan stað á mánudagskvöldið þar sem ca. 15 íslendingar hittust til að eta og drekka áður en farið var á tónleika með Emiliönu Torrini sem heiðraði Münchenarbúa með nærveru sinni það kvöld. Það kom náttúrulega ekki annað til greina en að mæta á tónleikana og styðja Frónbúann.

Uppselt var og því nokkuð troðið á staðnum en það kom ekki að sök þar sem dagskrá tónleikanna var í rólegri kantinum (fyrir utan breskan kappa sem hitaði upp með nokkuð fjörugum mjaðmasveiflum í takt við ágætis flutning).

Undirritaður hafði ekki gert sér miklar vonir um tónleikana en þeir reyndust hins vegar þrælgóðir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home