Í fréttum er þetta helst

miðvikudagur, mars 16, 2005

Skyggni ágætt

Það virðist sem vorið sé alveg að bresta á eftir nokkuð kaldan vetur. Í dag og í gær er sól og 15°C hiti og samkvæmt tíu daga spá veðurstöðvarinnar að Dom-Pedro Strasse er 20°C hiti í kortunum um og eftir næstu helgi.

Nú er bara að vona að það verði blíða í næstu viku þegar pabbi og mamma mæta á svæðið - ekki myndi nú skemma fyrir að komast í bjórgarð þá, ha?

2 Comments:

At mars 18, 2005 10:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er aldeilis að vorið er komið hjá ykkur, annað en hér á Fróni (með stóru F-i). Spurning hvort maður fari ekki bara að skella sér til meginlandsins til að komast í gott veður!
Kveðjur til Münich,
Gummi

 
At apríl 17, 2005 8:50 e.h., Blogger Maggi said...

Já, það er ekkert vit í öðru en að vera í almennilegu veðri. Það er ennþá pláss hérna megin fyrir fleiri.

 

Skrifa ummæli

<< Home