Í fréttum er þetta helst

þriðjudagur, maí 24, 2005

Afsakid hle

Erum i Dominikanska Lydveldinu dagana 19.-29. mai og ad mestu sambandslaus. Litid um solbruna fram ad thessu en mikid um pina colada.

föstudagur, maí 13, 2005

New York á morgun

Þetta er skrifað á hótelherbergi við LAX flugvöll - í fyrramálið verður flogið til New York þar sem ég og Kalli ætlum að taka þátt í próflokafögnuði hagfræðinema.

Það sem maður leggur ekki á sig.... en þetta snýst jú allt um að hámarka jaðarnytsemi (V. Hergeirsson 1998).

Sólbrunað í Kalí

Ég og Yngvi létum okkur ekki leiðast helgina 12. og 13. maí heldur brunuðum um sólskinsríkið á Benz blæjubíl sem tekinn var til kostanna á sólarhringsleigu (SLK 350, 271 hö, 0-100 5,9 sek). Lögðum af stað upp til Santa Barbara uppúr fjögur á laugardeginum og vorum komnir þangað um kvöldið. Ekkert gekk að finna gistingu svo það varð úr að krassa á Holiday Inn í Goleta (sem er krummaskuð rétt norðan við Santa Barbara). Hræðileg gisting.Sunnudagsmorgunn var tekinn snemma og haldið til danska bæjarings Solvang sem er rétt norðan við Santa Barbara (unnendur kvikmyndarinnar Sideways kannast við hann). Þetta er skrýtinn, lítill bær og ekki dregur strútabýli staðarins úr skrýtninni. Við ökuþórarnir hresstumst allir við eftir mikinn og góðan morgunmat hjá Pönnukökuhúsi Pálu en þar var stappað út úr dyrum þó enn hefði klukkan ekki slegið tíu.Frá Sólvangi lá leiðin yfir fjallavegi aftur niður að strönd og stefnan tekin til L.A. eftir Pacific Coast Highway. Smá stopp tekið uppá Mulholland Drive til að virða fyrir sér borgina og svo var kominn tíma á að hypja sig aftur til Costa Mesa.Mættum í vinnuna á mánudagsmorgni rauðir og þrútnir við mikinn fögnuð viðstaddra og kátínu í garð okkar fyrir að hafa verið ekta Íslendingar og sólbrunnið duglega á þeysireiðinni (enda 700km rúntur í steikjandi sól).

Núna er fimmtudagur og miðað við húðflögnun mætti halda að ég væri holdsveikur :þ

San Francisco

Brá undir mig betri fætinum um daginn og skellti mér í stutta helgarferð til San Francisco. Steig upp í vél á laugardagsmorgni á John Wayne flugvelli í Santa Ana og naut útsýnisins yfir vesturströndina á heiðskírum vordegi í Kaliforníu. Aðflugið að Oakland flugvelli var forsmekkurinn að því sem koma skyldi enda sáust helstu túristastaðirnir út um gluggann þegar vélin skreið inn flóann.Laugardeginum var eytt í að rölta um Fisherman's Wharf (hafnarsvæðið) og fararstýrða rútuferð um San Francisco. Síðan skellti ég mér á grínklúbb um kvöldið og endaði á pöbbarölti með Kana nokkrum í svipuðum erindagjörðum ásamt nokkrum innfæddum sem tóku okkur upp á arma sína og vildu endilega tryggja að Íslendingurinn bæri hróður San Fransíska næturlífsins víðar.Eftir að hafa komist seint og illa fram úr rúminu á sunnudeginum tók við meiri túrhestapakki: Lombard Street, sporvagnar, Kínahverfið og sigling út í Alcatraz ásamt skoðunarferð sem reyndist hin besta og óvæntasta skemmtun. Endaði sunnudagskvöldið á að gúffa í mig krabba, rækjum, hörpudisk og ostrum á Fisherman's Wharf.... slabb... namm.Flaug svo snemma á mánudagsmorgni til Santa Ana þar sem Yngvi sótti mig á flugvöllinn og var ekið beinustu leið á skrifstofuna til að hefja vinnudaginn.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Komið sumar !!

Nú er sko komið sumar hér í Munchen. Allt er orðið vel grænt eins og sést á vefmyndavélinni úr Olympiapark og hitinn farið uppí 30 gráður síðustu daga. Sakna þess núna að hafa ekki svalir. Maður tollir nú ekki mikið inni hjá sér þessa dagana. Svo skokkar maður bara út í pilsi og hlýrabol, ekki slæmt!
Á föstudaginn fórum ég, Kristín og Ögmundur í Ikea. Það voru nú engin stórinnkaup í þetta skiptið, bara eitthvað smádót sem vantaði. Um kvöldið var síðan haldið á Fruhlingsfest (vorhátíð) þar sem hittust um 10 íslendingar og drukku saman bjór. Þetta er alveg sama stemming og á októberfest, bara miklu miklu minna.
Á laugadaginn hitti ég svo Kristínu og Ögmund í bænum þar sem við röltum um miðbæinn, fórum á markaðinn, fengum okkur ís og sleiktum sólina. Sunnudagurinn fór líka í að njóta veðurblíðunnar og svo var auðvitað farið í bjórgarð þar sem við sátum til rúmlega 11 um kvöldið.
Í góða veðrinu í gær varð svo að vígja nýja grillið hjá Fúsa og Eddu. Þau buðu sem sagt til kvölverðar úti á stóru svölunum þar sem setið var fram eftir kvöldi.

Meistarastykki

Byrjaði á meistarastykkinu mínu þann 18. apríl og gengur bara vel, allavegana enn sem komið er. Við fengum að ráða verkefninu okkar og er ég að smíða hálsspöng með stjörnurúbín og demöntum. Fyrst þurftum við að gera möppu með vinnuplani, útreikningum og teikningum. Síðan kom prófnefndin og talaði við einn og einn í einu þar sem við áttum að útskýra stykkið okkar og geta svarað spurningum þeirra t.d. úr steina- og efnisfræðinni. Mappan og þetta viðtal gildir alveg 40% af verklegri lokaeinkun.
Viðtalið gekk bara vel, ef ég lenti í einhverjum erfiðleikum með að útskýra eitthvað þá teiknaði ég það bara upp eða notaði hálfgert táknmál og þau skildu mig alveg. Held líka að þau hafi ekkert verið að spyrja mig einhverra erfiðra spurninga þar sem þau sáu að ég átti í smá tungumálaörðuleikum. Svo lofuðu þau mér meiri tíma í skriflegu prófunum og ég fæ líka að hafa orðabókina mína hjá mér, þannig að ég á bara að vera í góðum málum.