Í fréttum er þetta helst

þriðjudagur, maí 03, 2005

Komið sumar !!

Nú er sko komið sumar hér í Munchen. Allt er orðið vel grænt eins og sést á vefmyndavélinni úr Olympiapark og hitinn farið uppí 30 gráður síðustu daga. Sakna þess núna að hafa ekki svalir. Maður tollir nú ekki mikið inni hjá sér þessa dagana. Svo skokkar maður bara út í pilsi og hlýrabol, ekki slæmt!
Á föstudaginn fórum ég, Kristín og Ögmundur í Ikea. Það voru nú engin stórinnkaup í þetta skiptið, bara eitthvað smádót sem vantaði. Um kvöldið var síðan haldið á Fruhlingsfest (vorhátíð) þar sem hittust um 10 íslendingar og drukku saman bjór. Þetta er alveg sama stemming og á októberfest, bara miklu miklu minna.
Á laugadaginn hitti ég svo Kristínu og Ögmund í bænum þar sem við röltum um miðbæinn, fórum á markaðinn, fengum okkur ís og sleiktum sólina. Sunnudagurinn fór líka í að njóta veðurblíðunnar og svo var auðvitað farið í bjórgarð þar sem við sátum til rúmlega 11 um kvöldið.
Í góða veðrinu í gær varð svo að vígja nýja grillið hjá Fúsa og Eddu. Þau buðu sem sagt til kvölverðar úti á stóru svölunum þar sem setið var fram eftir kvöldi.

1 Comments:

At maí 07, 2005 2:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

En skemmtilegt! Gleðilegt sumar og góða skemmtun í sumarfríinu í Bandaríkjunum :) Kv. Abba

 

Skrifa ummæli

<< Home