Í fréttum er þetta helst

þriðjudagur, maí 03, 2005

Meistarastykki

Byrjaði á meistarastykkinu mínu þann 18. apríl og gengur bara vel, allavegana enn sem komið er. Við fengum að ráða verkefninu okkar og er ég að smíða hálsspöng með stjörnurúbín og demöntum. Fyrst þurftum við að gera möppu með vinnuplani, útreikningum og teikningum. Síðan kom prófnefndin og talaði við einn og einn í einu þar sem við áttum að útskýra stykkið okkar og geta svarað spurningum þeirra t.d. úr steina- og efnisfræðinni. Mappan og þetta viðtal gildir alveg 40% af verklegri lokaeinkun.
Viðtalið gekk bara vel, ef ég lenti í einhverjum erfiðleikum með að útskýra eitthvað þá teiknaði ég það bara upp eða notaði hálfgert táknmál og þau skildu mig alveg. Held líka að þau hafi ekkert verið að spyrja mig einhverra erfiðra spurninga þar sem þau sáu að ég átti í smá tungumálaörðuleikum. Svo lofuðu þau mér meiri tíma í skriflegu prófunum og ég fæ líka að hafa orðabókina mína hjá mér, þannig að ég á bara að vera í góðum málum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home