Í fréttum er þetta helst

föstudagur, maí 13, 2005

Sólbrunað í Kalí

Ég og Yngvi létum okkur ekki leiðast helgina 12. og 13. maí heldur brunuðum um sólskinsríkið á Benz blæjubíl sem tekinn var til kostanna á sólarhringsleigu (SLK 350, 271 hö, 0-100 5,9 sek). Lögðum af stað upp til Santa Barbara uppúr fjögur á laugardeginum og vorum komnir þangað um kvöldið. Ekkert gekk að finna gistingu svo það varð úr að krassa á Holiday Inn í Goleta (sem er krummaskuð rétt norðan við Santa Barbara). Hræðileg gisting.Sunnudagsmorgunn var tekinn snemma og haldið til danska bæjarings Solvang sem er rétt norðan við Santa Barbara (unnendur kvikmyndarinnar Sideways kannast við hann). Þetta er skrýtinn, lítill bær og ekki dregur strútabýli staðarins úr skrýtninni. Við ökuþórarnir hresstumst allir við eftir mikinn og góðan morgunmat hjá Pönnukökuhúsi Pálu en þar var stappað út úr dyrum þó enn hefði klukkan ekki slegið tíu.Frá Sólvangi lá leiðin yfir fjallavegi aftur niður að strönd og stefnan tekin til L.A. eftir Pacific Coast Highway. Smá stopp tekið uppá Mulholland Drive til að virða fyrir sér borgina og svo var kominn tíma á að hypja sig aftur til Costa Mesa.Mættum í vinnuna á mánudagsmorgni rauðir og þrútnir við mikinn fögnuð viðstaddra og kátínu í garð okkar fyrir að hafa verið ekta Íslendingar og sólbrunnið duglega á þeysireiðinni (enda 700km rúntur í steikjandi sól).

Núna er fimmtudagur og miðað við húðflögnun mætti halda að ég væri holdsveikur :þ

2 Comments:

At maí 16, 2005 7:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ertu að segja mér að tölvunarfræðingurinn sjálfur kunni ekki að setja myndir inn á bloggsíðu? hvurslags eiginlega...

kv,
Yfirlongarinn

 
At júní 05, 2005 6:06 f.h., Blogger Maggi said...

Fotki var eitthvað að klikka þarna. Það sleppur greinilega enginn undan vökulu auga Yfirlongarans.

 

Skrifa ummæli

<< Home