Í fréttum er þetta helst

föstudagur, júlí 22, 2005

Jackson flytur til Þýskalands

Enn bætist í stóran og glæsilegan hóp Þýskalandsvina. Nú hefur Morgunblaðið greint frá því að Michael Jackson hyggist jafnvel flytja hingað og endurbyggja Neverland búgarð sinni einhvers staðar í Þýskalandi. Haft er eftir ráðgjafa hans að Jackson hyggist selja búgarðinn í Kaliforníu enda líði honum ekki vel þar eftir réttarhöldin.

Við bjóðum Jacko velkominn og vonum að honum verði jafn vel tekið og David Hasselhoff og hraðbátnum úr Miami Vice sem einnig hafa notið langlífari frægðar í Þýskalandi en Bandaríkjunum.

Jæja, nóg að sinni. Best að fara að horfa á aðra seríu Baywatch sem fer að byrja í þýska sjónvarpinu og skella svo Hasselhoff á fóninn rétt fyrir lágnættið.

Tschüss

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home