Í fréttum er þetta helst

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Sól og bjór

Það vildi svo skemmtilega til að það fór saman gott veður og bjórdrykkja hér í München síðastliðinn sunnudag. Helsta ástæða þess að við völdum bjór í þetta skiptið til að svala þorstanum var sú að bæverska bryggerisambandið hélt upp á 125 ára afmæli sitt með bjórsýningu. Eftir sólbað í Enska garðinum var því haldið á Odeonsplatz þar sem 60 brugghús "sýndu" 200 tegundir af bjór og þjóðlegur hljóðfærasláttur og dansar voru í hávegum hafðir í blandi við bæverska matargerðarlist.

Vinir mínír frá Bamberg voru hressir á svæðinu með rauchbier-inn sinn (reyktur bjór). Áhugasamir geta kynnt sér framleiðsluna á www.rauchbier.de og jafnvel fengið sent heim innan Evrópusambandsins (nú hefðu sumir betur kosið Framsóknarflokkinn, ha?).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home