Í fréttum er þetta helst

miðvikudagur, september 14, 2005

Rauchbier á þýðnetinu

Nú þarf ekki lengur til Nürnberg. Vildi bara benda áhugasömum á það að nú er hægt að fá reykbjórinn sendan heim ef pantað er á netinu. Slóðin er www.rauchbier.de og ef menn þyrstir þá er hægt að panta heilar tunnur. Ég bíð spenntur heima eftir þessum 20 flöskum sem ég pantaði og hlakka til að koma þeim fyrir í nýja ísskápnum sem kom í gær. Burt með dverginn.

(Tíu mínútum eftir að ég hafði lokið við þennan pistil birtist svo sendillinn á tröppunum með rauchbierinn. Tilviljun?)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home