Í fréttum er þetta helst

mánudagur, október 03, 2005

Kóngsins Köben

Þann 23. september síðastliðinn fórum við til Kaupmannahafnar. Þetta var sem sagt daginn eftir Oktoberfest og ég verð nú að segja að ég mæli nú ekki endilega með því að fara í flug daginn eftir bjórdrykkju. En við lentum sem sagt í Köben um hádegi, innrituðum okkur á hótelið og héldum niður í bæ. Þar fundum við okkur útikaffihús þar sem við settumst niður í góða veðrinu, 20 stiga hita og sól, og fengum okkur smörrebröd.
Um kvöldið var okkur boðið í mat til Rúnu frænku og fjölskyldu þar sem boðið var upp á fylltar kjúklingabringur með sólþurrkuðum tómötum, mozzarella og fersku basil, mmmmm rosa gott. Seinna um kvöldið hittum við síðan vini okkar Helga og Vallý.
Á laugadeginum hittum við svo Unni og Guðjón, foreldra Magga, og röltum með þeim um borgina í sama góða veðrinu og deginum áður. Um kvöldið buðu þau svo til kvöldverðar á steikhúsi í Nýhöfninni, þar sem við fengum okkur fisk í forrétt og gómsætar steikur í aðalrétt.
Um hádegi á sunnudeginum var svo haldið heim á leið, ég til Þýskalands en Maggi til Íslands. Þar dvelur Maggi fram á næsta föstudag, verður þá hjá mér í viku og heldur svo til Bandaríkjanna í 2 vikur. Verð nú að segja að það er nú svolítið tómlegt hérna þegar hann er ekki, sérstaklega þegar ég er hvorki í skóla né vinnu á daginn. En ég læt mér nú samt ekkert leyðast, er á fullu að reyna að leita mér af vinnu og hef svo eitthvað aðeins verið að dunda mér að vinna smá hérna heima.

2 Comments:

At október 10, 2005 3:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jæja gott fólk.. á ekkert að fara að updeita fólkið heima á fróni um lífið hjá ykkur í landi jóðlara?Kv. Eva Mjöll

 
At október 11, 2005 12:28 f.h., Blogger Dogg said...

Ég fagna þessari síðu og set ykkur beint í linka:D

Döggin...

 

Skrifa ummæli

<< Home