Í fréttum er þetta helst

mánudagur, október 03, 2005

Oktoberfest 2005

Nú fer Oktoberfest senn að ljúka og verða margir Munchenarbúar vafalaust fegnir. Einmitt í þessum töluðu orðum standa nokkrir menn hér úti á götu í Lederhosen og syngja fyrir íbúa. Hátíðinni líkur sem sagt í kvöld eftir að hafa staðið yfir í 3 vikur.
Að sjálfsögðu lét Íslendingafélagið sig ekki vanta á hátíðina og fórum við saman c.a. 20 manns flest uppábúin í þjóðbúning Bæverja, Lederhosen og Dirndl. Það var að vonum mikil stemming enda kunna nú íslendingar yfirleitt að skemmta sér og öðrum. Íslendingafélagið fór sem sagt tvisvar, þann 22. september síðastliðinn og þann 27. þar á eftir bauð svo Konsúllinn öllum íslendingunum sem búa hér í Munchen og nágrenni. Það var mjög flott boð, 2 lítrar af bjór á mann, hálfur kjúklingur, fullt af brauðkringlum, ostum, grænmeti og fleira. Sendiherran, Ólafur Davíðsson lét sig ekki vanta og mætti hann ásamt syni sínum og virtust þeir báður skemmta sér alveg konunglega. Hann og Konsúllinn voru stórhrifnir af uppátæki okkar íslendinga að mæta í Lederhosen og Dirndl.
Að sjálfsögðu þurftu svo íslensku karlmennirnir aðeins að sýna sig og syngja íslenska ættjarðarsöngva, raddað, við misgóðar undirtektir. Annars voru bæði kvöldin bara mjög vel heppnuð og allir skemmtu sér vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home