Í fréttum er þetta helst

fimmtudagur, október 27, 2005

Straight Outta Compton

Ég hef flogið nokkrum sinnum með NWA (Northwest Airlines) og það var ekkert spes. Það hefði hins vegar örugglega orðið spes ef ég hefði flogið með NWA (Ni***rs With Attitude) en það var fyrsta gangsta rap sveitin sem náði að slá almennilega í gegn enda ekki ómerkari menn en Dr. Dre og Ice Cube innanborðs. Þeir fluttu ljóð og lög um hversdagsleg málefni (morð, eiturlyf og gengi) í Suður-Los Angeles og urðu einna þekktastir fyrir raunsæisrómtantíkina "Straight Outta Compton". Minningin um það lag fékk mig til að snúa snarlega við þegar ég villtist á bílaleigubíl inn í Compton síðasta vetur.

Nýlega rak á fjörur mínar indæla útgáfu af þessu lagi, flutta af Ninu Gordon sem var söngkona Veruca Salt á tíunda áratug síðustu aldar og gerir hún lagið að sínu eins og þykir móðins. Ef ég hefði heyrt þessa útgáfu af laginu hefði ég líklega haldið áfram sunnudagsbíltúr um Compton og kynnst af eigin raun þeim persónum sem lýsa sjálfum sér í textanum.

Respect to Ömmi fyrir ábendinguna.

Nina Gordon - Straight Outta Compton

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home