Í fréttum er þetta helst

miðvikudagur, október 26, 2005

Ævintýralegt skokk

Ég fagnaði þeim merkisárangri í gær að hafa farið út að skokka. Atburðurinn átti sér stað í Olympiapark og átti ég mér einskis ills von nema ef vera skyldi úthalds undir meðallagi. Ekki var ég kominn langt á veg þegar ég hljóp fram á hóp úlfalda sem stóðu við gangsstíginn. Hélt ég fyrst að þarna væri um ofsjónir sökum ofreynslu að ræða en þar sem aðeins voru liðnar tvær mínútur af skokkinu þá útlokaði ég þann möguleika. Þetta voru sumsagt skrýtnustu útlendingar sem ég hef séð í flótamannahverfinu við Olympiapark.

Þá var ekki um annað að ræða en að halda áfram og með herkjum náði ég að hlaupa upp á Olympiaberg en það er hóll í miðjum Olympiapark sem reistur er á húsarústum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þaðan sést vítt og breitt á góðum degi og gat ég virt fyrir mér Alpana frá Salzburger Land í austri og vestur til Sviss... eða svona um það bil. Fjallaskoðunin reyndist kærkomin hvíld allt þar til ég lagði aftur af stað heim nokkrum mínútum síðar.

Það er leiðinlegt að skokka en svo lengi sem eitthvað nýtt verður að skoða á hverjum degi þá held ég ótrauður áfram. Í kjólinn fyrir jólin!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home