Í fréttum er þetta helst

föstudagur, nóvember 04, 2005

Herr Sixt ist mein Freund

Það er ekki laust við það að þær séu farnar að þekkja mig stelpurnar á Sixt bílaleigunni við Karlsplatz og brostu breitt í hádeginu í dag enda fer kaddlinn í ljós tvisvar í vikur, mætir reglulega í líkamsrækt og er með Sixt Platinum kortið í vasanum.

Yfirleitt hefur verið ánægjulegt að skipta við Sixt (nema í eitt skipti - sjá Berlínartúrinn) og hægt að mæla með þeim. Fyrir þá sem ekki vita er heimasíðan Sixt.de. Þeim má einnig að nokkru leyti kenna um þá ósvinnu að ég er ekki enn búinn að kaupa bíl hérna í Þýskalandi enda er erfitt að sannfæra vinstra heilahvelið um það þegar við borgum örfáar evrur fyrir alls kyns þýska fleka og blæjubíla.

Í dag fékk fyrrnefnt heilahvel bandamann í vörninni en það er nýr Volkswagen Touareq jepplingur sem hlaðinn er aukabúnaði (leður, lúga, leiðsögukerfi, tölvustýrð fjöðrun o.fl. o.fl.).

Þessi mynd var tekin á leiðinni heim á Dom-Pedro Strasse í hádeginu:

2 Comments:

At nóvember 08, 2005 1:53 f.h., Blogger Dogg said...

Ég skora á Ingibjörgu að skrifa:p

Kv
Döggin

 
At nóvember 15, 2005 4:42 e.h., Blogger Þórana said...

Er hægt að kaupa sæmilega mótorfáka þarna hjá ykkur?

 

Skrifa ummæli

<< Home