Jólahvað?
Jæja... nú er alveg kominn tími á smá endursýningu á liðnum viðburðum hjá undirrituðum. Síðan síðasta færsla var skrifuð hefur eftirfarandi "skeð":
- MG fór til Íslands í hálfan mánuð í lok Október til að sinna ýmsum málefnum.
- IS fór til Íslands í lok Október og hefur ekki snúið aftur til München sökum anna (hver er þessi Anna?)
- MG sneri aftur til Munich City í byrjun Nóvember og sinnti aðallega vinnu og gestakomum en þeir sem heiðruðu borgina með nærveru sinni voru Helgi Már og GM (pabbi MG). Víða var farið í landkynningunni og m.a. á leik Bayern München gegn Mainz á Allianz Arena.
- MG fór til Kaliforníu í hálfan mánuð í byrjun Desember til að sinna ýmsum málefnum.
- MG kom aftur til München laugardaginn 17. Desember og hefur síðan sinnt ýmsum málefnum auk þess að ylja sér á Glühwein í félagsskap félagsmanna félags Íslendinga í München.
- MG mun halda aftur til Ísalands á fimmtudaginn til hátíðarhalda og til að sinna ýmsum málefnum.
- MG og IS munu snúa aftur til Munkaþverár þann 9. Janúar á næsta ári.
Bis dann... fröhliche Weihnachten!!