Í fréttum er þetta helst

föstudagur, janúar 20, 2006

Det sner i Danmark

Þetta er skrifað á Arlanda flugvelli í Svíþjóð klukkutíma eftir að ég á að vera farinn upp í vél til Köben og þaðan til München. Búinn að vera þrjá daga í Uppsölum.

Helge sagði mér í gærkvöldi að fyrsti snjórinn í Köben hefði fallið í gær en ég kippti mér nú ekki upp við það búandi í München þar sem er snjór í a.m.k. þrjá mánuði streit. Það sem ég vissi ekki er að Danir eru algjörar pjásur og um leið og það sést snjóföl á jörð er öllum brautum á Kastrup lokað nema einni og því er búið að seinka eða aflýsa öllu flugi þar í gegn.... Arrrg.

Jæja, maður verður bara að líta á björtu hliðina sem er sú að á morgun og sunnudaginn verðum við á skíðum í Zillertal í Austurríki með Dabba, Sigga og Thomasi. Spáin er góð.

1 Comments:

At janúar 21, 2006 5:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já Danirnir eru algjörar píkur í snjónum. Samgöngur eru búnar að vera í fokki síðan það byrjaði að snjóa og hefur maður því notað bara fjallahjólið, loksins kemur það að notum :) .
kv. Helgi

 

Skrifa ummæli

<< Home