Í fréttum er þetta helst

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Skítakuldi

Ætli það sé nú ekki kominn tími til að ég bloggi, það er nú orðið bara Maggi sem heldur þessari síðu gangandi. En nú ætla ég að fara að taka mig aðeins á. Eins og flestir vita þá var ég á Íslandi í 2 mánuði og kom aftur hingað þann 9. janúar. Það er nú alltaf ósköp gott að koma heim til sín þó að ég hafi haft það mjög gott á 5 stjörnu hótel mömmu á Íslandi.
Héðan frá Munkaþverá er annars lítið að frétta, ég lá í flensu alla síðustu viku en er nú öll að hressast. Það er nú ekkert skrítið að maður leggist í flensu við að koma hingað miðað við þann skítakulda sem hér er. Mínusgráðurnar hafa farið niður í allt að 20 gráður á nóttunni hér rétt utan borgarinnar.
Annars skelltum við okkur á skíði síðustu helgi, Maggi fór á laugardagsmorgninum og skíðaði bæði laugadag og sunnudag en ég fór ekki fyrr en á sunnudagsmorgninum. Ég þorði ekki að skíða 2 daga þar sem ég var að stíga upp úr veikindum. Við vorum á skíðasvæði í Austurríki sem er ekki nema rétt rúman klukkutíma frá Munchen. Þetta var alveg frábær dagur, veðrið var fínt, frekar hlýtt, það eina sem hægt var að kvarta yfir var þokan, maður sá nánast ekki neitt í hæstu brekkunum. Skíðafærið gat annars ekki verið betra og ég held ég hafi bara aldrei áður skíðað í svona miklum snjó.
Eva Mjöll systir fer svo með honum Gunna sínum og krökkum úr hjálpasveitinni í Garðabæ til Austurríkis á skíði næstu helgi á svæði sem heitir St. Anton og við ætlum að fara og skíða með þeim í 2 daga. Helgina þar á eftir verða svo foreldrar hans Magga á skíðum á Italíu og ætlum við að reyna að fara og hitta þau líka.

1 Comments:

At mars 05, 2006 11:40 f.h., Blogger Berglind said...

Hæhæ það er sko löngu kominn tími til að ég láti heyra í mér. Ég er núna skiptinemi í eina önn í Prag :) Svo í sumar verð ég á Íslndi. Þú verður að vera dugleg að blogga svo ég fái einhverjar fréttir af þér ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home