Í fréttum er þetta helst

miðvikudagur, júní 21, 2006

Kebab Summer Hits '06

Vinir mínir og samlandar í Dürum Boyz drengjasveitinni eru komnir með lag sem er að síga upp Kebab vinsældalistana í Evrópu og kannski nær maður líka að koma þeim á kortið í L.A.

Kebabvinir, njótið hér.

föstudagur, júní 09, 2006

Kahn hefði tekið þetta

Jæja, það liðu örfáar mínútur þar til Kosta Ríka jafnaði með lélegu sparki sem Oli Kahn hefði getað varið með litla putta en lak að sjálfsögðu fram hjá Lehmann.

Þetta hefur verið tragíkómísk stund hjá aðdáendum Kahn.

Það er naumast að opnunarleikur WM hefur losað um ritstífluna en hér með er penninn lagður á hilluna þar til næst.

(Og þá skoraði Bayern schnillingurinn Schweinsteiger með skoti sem breytti um stefnu á Klose... schiess ein Tor, schiess ein Tor, schiess ein Tor!!!)

Heimalningurinn skorar fyrsta markið!!

Eftir aðeins nokkrar mínútur er heimalningurinn hjá Bayern München, Philipp Lahm, búinn að skora fyrsta markið á WM.

Ég man ekki betur en að einhver hafi veriði að lýsa yfir vantrausti á viðkomandi í allan vetur og gagnrýnt harðlega ákvörðun Klinsmanns um að hafa hann í liðinu.

Servus, Philip Lahm!!

Allt hljótt á vesturvígstöðvunum

Frekar sorglegt að vera staddur í Kaliforníu og horfa á ESPN2 senda frá opnunarhátíð WM í München vitandi það að litlar líkur eru á að maður nái að kíkja heim fyrir lok WM.

Það er þó huggun harmi gegn að Ingibjörg ætlar að fljúga til L.A. þjóðhátíðardaginn 17. júní og vera í viku. Ef þessi króníska ritstífla skánar eitthvað þá munum við setja inn myndir og fréttir á síðuna.