Í fréttum er þetta helst

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Nokkrar myndir frá Kalí

Set hérna inn nokkrar myndir frá því að Ingibjörg kom út til Kaliforníu í lok júní. Þessar eru teknar í Los Angeles og The OC.

Heitt í bolunum

Þessa vikuna erum við skötuhjúin bæði í München en ég kom frá Kaliforníu á laugardaginn eftir langa útilegu (og stutta Benidorm ferð) og Ingibjörg kom frá Íslandi á sunnudaginn. Við fljúgum síðan bæði til Íslands á sunnudaginn næsta en samkvæmt fréttum er byrjað að birta til þar eftir langa vætutíð.

Það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu hér fyrir sunnan enda 30-35 stiga hiti dag eftir dag. Vinsælt ráð gegn hitanum er að hlamma sér niður í bjórgarði og vinna bug á honum með líterskrús að vopni.

Vona að veðrið verði til friðs á Íslandi í ágúst því þá ætla ég að vera í fríi.