Í fréttum er þetta helst

miðvikudagur, október 11, 2006

Komin á klakann

Nú höfum við sagt skilið við München og erum flutt á klakann. Eins og flestir vita þá er Maggi farinn að vinna hjá Microsoft á Íslandi og ég er að leita mér að vinnu þessa daganna. Ég hef nú reyndar verið að kenna í forföllum í Ölduselsskóla í Breiðholti og finnst það bara mjög skemmtilegt, hélt reyndar að ég yrði nú aldrei kennari.
Svo er ég komin með þetta fína verkstæði í kjallaranum hjá mömmu og pabba og er að vinna þar þegar ég er ekki að kenna.
Við erum búin að finna okkur íbúð í Árbænum, nánar tiltekið í Rauðás og áætlum að flytja um næstu helgi. Ég hlakka svo til að fara að koma mér fyrir í sér íbúð með mitt dót. Það er nú bara þannig að þó maður sé eins og á 5 stjörnu hóteli hjá mömmu og pabba þá er svo erfitt að flytja aftur heim til þeirra þegar maður er orðinn vanur því að vera útaf fyrir sig.
Ég ætla nú ekki að lofa því hvenær ég blogga næst því ég hef verið alltof löt við það.

2 Comments:

At október 19, 2006 5:41 e.h., Blogger kristin said...

Ja hérna hér, thid á leidinni í sveitina!!
En til hamingju med nýju íbúdina.. thó hún sé í Árbaenum ;)
Knús og kossar frá Gomera
Kristín

 
At nóvember 03, 2006 12:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hihi til lukku med ad vera komin med ibud...gott ad fa ad vera ut af fyrir sig ;) Eg kem til landsins 15 Desember, verdum i bandi ta :)
Kvedja Berglind

 

Skrifa ummæli

<< Home